Indriði H. Þorláksson

Forsíða » 2015 » febrúar

Mánaðarleg afrit: febrúar 2015

Þjóðareign í orði eða á borði

Ekkifrétt vikunnar var að margboðað frumvarp um fiskveiðistjórnun yrði ekki lagt fram. Full eindrægni stjórnarflokkanna væri um að fiskveiðiauðlindin sé þjóðareign. Ekki sé heldur ágreiningur milli þeirra um að núverandi kvótahafar skuli stinga í vasann öllu arðinum af auðlindinni en skoðanamunur á því hversu vel falin sú niðurstaða verður.

Hvað þýðir orðið “þjóðareign” hjá þeim sem svona tala. Er þetta nokkuð annað en orðhengilsháttur? Hugtakið “þjóðareign” er orðið að gildishlöðnu en merkingarlausu lýðskrumstæki sem er vel til þess fallið að hylja það að hinn eiginlegi eignarréttur, þ.e. réttur til umráða, nýtingar og arðs er ekki hjá þjóðinni heldur hjá núverandi kvótahöfum. (meira…)

Álver og sjávarútvegur

Vegna tengsla alþjóðlegra fyrirtækja við skattaskjól hefur á ný kviknað umræða um áliðnað á Íslandi. Af því tilefni hef ég sett á vefsvæði mitt smágrein, sem ég birti á eyjan.is 16. apríl 2013  þar sem ég fjalla um þjóðhagslega þýðingu sjávarútvegs og áliðnaðar. Tilefnið þá var m.a. auglýsingaherferð álfyrirtækja sem birtu um þetta leyti heilsíðuauglýsingar í dagblöðum um eigið ágæti. Í niðurstöðum greinarinnar segir:

„Þýðing áliðnaðar fyrir íslenskt efnahagslíf er einungis brot af þýðingu sjávarútvegs hvort sem litið er á framlag til þjóðarframleiðslu eða á vinnumarkað. Álverin nota um 75% af þeirri raforku sem framleidd er í landinu en leggja innan við 2% að mörkum hvort sem litið er á þjóðartekjur eða atvinnusköpun. Það er fásinna að halda því fram að unnt sé að byggja upp atvinnustarfsemi í landinu með fleiri álverum.“

Greinina má finna hér:   https://indridith.wordpress.com/audlindir-og-storidja-2/alver-og-sjavarutvegur/

Auðlegð í skattaskjólum

Tvennt veldur því að grein um eignarhald á íslenskum fyrirtækjum og flutning á fé frá Íslandi til útlanda aðallega skattaparadísa, sem ég birti á blogg.is snemma árs 2008 kemur nú upp í hugann. Hið fyrra er að í viðtali Egils Helgasonar við Stefán Ólafsson prófessor kom fram hjá þeim síðarnefnda að ein rökin fyrir auðlegðarskatti séu að með honum nái samfélagið til sín einhverjum hluta af þeim gróða hjá einstaklingum sem varð til við eignatilfærslur á bóluárunum og í hruninu. Þetta sjónarmið hefur áður komið fram og á fullan rétt á sér.

Síðara atriðið sem minnir mig á þessa gömlu grein eru fréttir um ómöguleikan á kaupum á upplýsingum um eignir íslendinga í erlendum skattaskjólum. Hvaða eignir ætli sé um að ræða? (meira…)