Indriði H. Þorláksson

Forsíða » 2015 » október

Mánaðarleg afrit: október 2015

Skattapólitík og jöfnuður

Ríkisfjármál og skattar.046Á aðalfundi BSRB 28. október 2015 hélt ég stutta tölu um skattapólitík og jöfnuð í málefnahópi um skattamál o.fl. og studdist við glærur sem sjá má á hér.

Engin skattsvik (Enn um örlátan söngvara)

William-Adolphe_Bouguereau_(1825-1905)_-_Arion_on_a_Sea_Horse_(1855)Mér hefur borist til eyrna að pistill sem ég ritaði hér árla dags hafi verið túlkaður á þann veg að framin hafi verið skattsvik. Sú túlkun er fjarri öllu sanni. Ekkert í honum er þess efnis og ekkert tilefni til að ætla að skattalög hafi verið brotin. Skattskil kaupenda vegna tekna á þessu ári og þar með þessara viðskipta fer ekki fram fyrr en á næsta ári. Þegar af þeirri ástæðu er ómöguleiki á að skattsvik þeim tengd hafi verið framin. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að þeir standi að þeim skattskilum í samræmi við gildandi réttarreglur. Bið ég þá fúslega velvirðingar á því hafi ég orðað skrif mín með þeim hætti að þau megi misskilja að þessu leyti.

Tilgangurinn  með pistli mínum var að vekja athygli á skattaþætti viðskipta af þessum toga ekki síst hlutverki seljandans, ábyrgð hans á því að gera kaupendum grein fyrir gildandi skattareglum og skyldum hans sjálfs svo sem hvað staðgreiðslu varðar. Fjölmörg dæmi eru um mál af þessu tagi, m.a. mál sem forverar seljandans voru aðilar að. Voru því hæg heimantökin að kanna þau og eftir atvikum að leita leiðsagnar skattyfirvalda í álitamálum sem vissulega geta verið til staðar svo sem um “rétt” markaðsverð á þeim tíma sem kaupin fara fram og áhrif sérstakra skilmála sem kaupunum fylgdi á það. Vera kann að slíkt hafi verið gert og er þá vel.

Örláti söngvarinn

Kern_Arion_auf_dem_DelphinSala Arionbanka á hlutabréfum í Símanum vekur athygli og spurningu um hvort hún sé merki um endurkomu fjármálasukks fyrri ára þegar ráðamenn fjármálafyrirtækja notuðu aðstöðu sína til að moka fé í vasa sína og vildarvina sinna með ýmsum hætti. Gleymdir eru gjörningar sem leiddu til áfellisdóma enda almennt talið að græðgi slævi skjótt minni þeirra sem ráða ríkjum á fjármálamarkaði.
Vera má að eigendum Arionbanka þyki það góð fjárfesting að kaupa sér vild áhrifaaðila í íslensku viðskiptalífi því æ sér gjöf til gjalda. Af fréttum fjölmiðla má ráða að verðmæti gjafarinnar sé um 720 m.kr.
Það eru ekki bara vildarvinir Arions sem geta glaðst yfir góðri gjöf. Aumur ríkissjóður og fjárvana sveitarsjóðir mega eiga von á hressingu því ekki verður betur séð en að þessi gjöf, þ.e. mismunurinn á kaupverði og markaðsverði hlutabréfanna, sé tekjur hjá kaupendunum, sem skattleggja eigi sem almennar tekjur. Tekjuskattur af þeim reiknast væntanlega í flestum tilvikum eftir hæsta skattþrepi. Má því ætla að tekjur ríkis og sveitarfélaga af þessum gjöfum verði um 300 m.kr. Þær ættu að skila sér á næstunni því hinn örláti Arion skilar væntanlega staðgreiðslu af gjöfum sínum við fyrsta tækifæri eins og lög gera ráð fyrir.