Indriði H. Þorláksson

Forsíða » 2016

Árskipt greinasafn fyrir: 2016

Velferð og ríkisfjármál

Birti í Kjarnanum í dagh smágrein í tilefni af stjórnarmyndun:

https://indridith.wordpress.com/wp-admin/post.php?post=899&action=edit

 

Ríkisstjórnin og Panamaskjölin

Meginástæða til kosninga og myndunar nýrrar stjórnar nú var afhjúpun Panamaskjalanna sem sýndi að hundruð Íslandinga nýttu skattaskjól til að fela starfsemi sína, tekjur og eignir. Þar á meðal eru stjórnmálamenn, ráðherrar og borgarfulltrúar. Nýlegar fréttir frá skattyfirvöldum sýna að stór hluti þessara aðila nýtti sér skattaskjólin til að komast hjá því að greiða skatta til samfélagsins. Þeir gerðust brotlegir gagnvart skattalögum og fjöldi þeirra er grunaður um refsiverðar athafnir sem eru til skoðunar hjá saksóknara. Skattalagabrotin munu ekki verða opinber nema í þeim tilvikum að þau sæti refsimeðferð hjá dómstólum. Aðilar að öðrum skattundanskotsmálum eru verndaðir af trúnaðarskyldu skattyfirvalda.

 
Þeir sem nú sæta rannsókn skattyfirvalda hafa vafalítið haldið fram sakleysi sínu á einhverju stigi málsins og fullyrt að þeir hafi gert skattyfirvöldum grein fyrir öllu sem skiptir máli. Það er samt ekki þeirra heldur skattyfirvalda að leggja mat á hvort svo sé. Það á líka við um þá opinberu persónur sem uppvísar hafa orðið að skattaskjólsstarfsemi. Engin þeirra hefur sagt eða getað sýnt fram á að skattyfirvöldum hafi í reynd verið staðin skil á lögskyldum upplýsingum svo sem ársreikningum félaga sinna fyrir árin eftir 2010. Löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið hafa sýnt einkennilega linkind í þessum málum. Fyrir utan ábendingar og spurningar einstakra þingmanna hefur lítið gerst, enginni rannsókn á vegum þessara aðila hefur verið komið á og þær lagabætur sem gripið var til eru máttlitlar, bæta núverandi framkvæmd en nýtast á engan hátt til að stemma stigu við þessari starfsemi eða upplýsa um hana eins og hún er nú.

 
Það væru einkennileg skilaboð til kjósenda, m.a. þeirra þúsunda sem risu upp og mótmæltu veru Tortólaliðs í ríkisstjórn landsins, að sjá það leitt á ný til hásætis fyrir tilstilli þeirra sem kynna sig sem fulltrúa nýrra stjórnmála.

Óharmonísk kjaradeila

Félag stjórnenda og kennara í tónlistarskólum á í deilu við sveitarfélögin vegna kröfu félagsins um njóta sömu kjara og kennarar með samnbærilega menntun við grunnskóla eins og þeir höfðu þar til hrunið raskaði því samræmi. Verði SALEK samkomulagið að veruleika verða tónlistarskólakennarar að búa við þetta misræmi á gildistíma þess. Í Kjarnanum og á heimasíðu minni er grein um málið.

Óharmonísk kjaradeila

Úr álfheimum

Magnús Júlíusson, kynntur sem verkfræðingur og fyrrverandi formaður SUS, sendir mér kveðju góða í vefritinu Stundin fyrr í dag. Ég verð að ætla að hann hafi skrifað þetta af bestu samviskusemi en honum hefur samt tekist að fara með rangt mál í nokkum atriðum og sýnt takmarkaðan skilningi eða þekkingu í öðrum. Leyfi ég mér því að koma á framfæri nokkrum ábendingum til hans með grein að nafni Af jarðálfum og öðrum álfum. Ég vona að ég hafi ekki með þessum sakleysislegu ábendingum raskað ró Magnúsar eða trufli hann frá ástundun bókmennta. Ég hef tekið eftir því af umgengni minni við 3ja ára dótturson minn að undanförnu að lestur bóka sem hæfir þroska hans er mikilvægur aflgjafi framfara í hugsunar og rökvísi.

 

Skattapólitík Framsóknar

Í stuttri grein á heimasíðu minni fjalla ég um útspil Framsóknar í skattamálum. Tillögur flokksins, sem byggja á vanhugsuðum hugmyndum einhverrar“Sjálfstæðrar verkefnastjórnar“ hafa einnig verið teknar upp af Viðreisn sem með því býðst líklega til að verma ból maddömu eftir kosningar.

Húsbóndahollusta Framsóknar

Staðhæfingar fjármálaráðherra og staðreyndir um skatta

Fjármálaráðherra virðist hafa komist að því við lestur greinar minnar Skattapólitík 1993 til 2015 um samanburð á skattlagninu tekna á árunum 1993 til 2015 að skattbyrði hefði vaxið í tíð núverandi ríkisstjórnar. Athugasemdir ráðherra benda þó til þess að hann hafi ekki kynnt sér greinina nægilega vel. Með því hefði hann komist hjá að setja fram í þeim staðleysur einar.

Ráðherra heldur því fyrst fram að tekjuskattur hafi lækkað en viðurkennir í næsta orði að skatthlutfall (skattbyrði) hafi hækkað hjá flestum en fer ranglega með að þess hafi ekki verið getið í grein minni að það megi rekja til breytinga á tekjum. Því næst kemur sú staðhæfing að skattar hafi fyrir flesta lækkað um 3,3 prósentustig. Slík hefði þýtt að skattar hjá samköttuðum hefðu lækkað um ca 22 milljarða króna.

Staðreyndirnar eru að frá 2012 til 2015 hafa álagðir beinir skattar hækkað hjá flestum, m.a. vegna breytinga á tekjum. Afgerandi staðreynd er að hjá flestum (ca 80% samskattaðra) hafa þeir hækkað hlutfallslega meira en tekjur og það hefur leitt til hækkunar á skattbyrði sem nemur um 1,2  prósentum af tekjum að jafnaði. Hjá tekjuhæstu 20% samskattaðra hafa beinir skattar hins vegar hækkað hlutfallslega minna en tekjur þeirra og hefur það leitt til lækkunar á skattbyrði sem nemur um 8,5 prósentum af tekjum. Að hluta er það vegna brottfalls auðlegðarskatts og aukinna fjármagnstekna.

Hækkun skattbyrði hjá 80% samskattaðra svarar til þess að þeir greiði 7 milljörðum króna meira í skatt en verið hefði að óbreyttri skattbyrði en ekki 22 milljörðum króna minna eins og staðhæfing ráðherra felur í sér. Tekjuhæstu 20% samskattaðra greiða um 8 milljörðum króna minna í skatt en verið hefði að óbreyttri skattbyrði.

Skattapólitík 1993 til 2015

Ég birti í Stundinni sl. fimmtudag (20.10.2016) grein með þessu nafni þar sem ég rek það hvernig skattbyrði af beinum sköttum hefur breyst á síðustu áratugum og hvernig þær breytingar tengjast því hvaða flokkar fóru með landsstjórnina. Þar kemur fram að stjórnvöld geta rekið virka skattapólitík og náð markmiðum sem þau setja. Veldur hver á heldur.

Grein þessi er nú einnig að finna á heimasíðu minni indridih.com með tenglinum: Skattapólitík 1993 til 2015