Indriði H. Þorláksson

Forsíða » Um höfund

Um höfund

Efnisyfirlit

 OLYMPUS DIGITAL CAMERAIndriði H. Þorláksson

hagfræðingur

 

Ég er fæddur í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp til fermingaraldurs í hóp 8 systkina. Þá tók við skólaganga fyrst í Héraðsskólanum í Skógum undir Eyjafjöllum og síðan í Menntaskólanum á Akureyri sem lauk með stúdentsprófi vorið 1960. Sumur og skólahlé voru notuð til vinnu og tekjuöflunar. Vegavinna hjá Vatna-Brandi, brúarvinna hjá Valmundi í Vík, mjólkurbrúsaþvottur og ostagerð í Mjólkurbúi Flóamanna, skurðgröftur í bæjarvinnunni á Akureyri og holsteinagerð hjá Jóni Loftssyni í Reykjavík voru þau verkefni sem stóðu undir skólagöngu ásamt framlagi foreldra og ætttingja.

Að loknu stúdentsprófi var eg kennari við Barna – og unglingaskóla Bolungarvíkur og sumarið eftir vann ég hjá Einari Guðfinnssyni aðallega við að gera upp við trillukarla sem lögðu upp afla hjá frystihúsinu. Ég innritaðist í Háskóla Íslands  en sótti jafnframt um  háskóla í Englandi og Þýskalandi og fór til Vestur-Berlínar til hagfræðináms vorið 1963. Í biðtímanum lauk ég  ýmsum forfögum í viðskiptafræði en vann með náminu sem forfallakennari og á Orkumálaskrifstofunni og síðar við jarðboranir og vatnsleit á Ólafsfirði, Húsavík, í Mývatrnssveit, á Akureyri og í Vestmannaeyjum.

Hagfræðinám stundaði ég við Freie Universität í Vestur Berlín og lauk þaðan Dipl. rer. prófi haustið 1969 og var aðstoðarkennari þar til vorsins 1970 að mér bauðst starf í Menntamálaráðuneytinu og flutti til Íslands.

 

 


2 Athugasemdir

  1. Björn Jónsson skrifar:

    Það eru innsláttarvillur í síðust málsgrein„voesins 1070“ kv BJ

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Upplýsingar

863 4332