Indriði H. Þorláksson

Forsíða » Um höfund

Um höfund

Efnisyfirlit

 OLYMPUS DIGITAL CAMERAIndriði H. Þorláksson

hagfræðingur

 

Ég er fæddur í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp til fermingaraldurs í hóp 8 systkina. Þá tók við skólaganga fyrst í Héraðsskólanum í Skógum undir Eyjafjöllum og síðan í Menntaskólanum á Akureyri sem lauk með stúdentsprófi vorið 1960. Sumur og skólahlé voru notuð til vinnu og tekjuöflunar. Vegavinna hjá Vatna-Brandi, brúarvinna hjá Valmundi í Vík, mjólkurbrúsaþvottur og ostagerð í Mjólkurbúi Flóamanna, skurðgröftur í bæjarvinnunni á Akureyri og holsteinagerð hjá Jóni Loftssyni í Reykjavík voru þau verkefni sem stóðu undir skólagöngu ásamt framlagi foreldra og ætttingja.

Að loknu stúdentsprófi var eg kennari við Barna – og unglingaskóla Bolungarvíkur og sumarið eftir vann ég hjá Einari Guðfinnssyni aðallega við að gera upp við trillukarla sem lögðu upp afla hjá frystihúsinu. Ég innritaðist í Háskóla Íslands  en sótti jafnframt um  háskóla í Englandi og Þýskalandi og fór til Vestur-Berlínar til hagfræðináms vorið 1963. Í biðtímanum lauk ég  ýmsum forfögum í viðskiptafræði en vann með náminu sem forfallakennari og á Orkumálaskrifstofunni og síðar við jarðboranir og vatnsleit á Ólafsfirði, Húsavík, í Mývatrnssveit, á Akureyri og í Vestmannaeyjum.

Hagfræðinám stundaði ég við Freie Universität í Vestur Berlín og lauk þaðan Dipl. rer. prófi haustið 1969 og var aðstoðarkennari þar til vorsins 1970 að mér bauðst starf í Menntamálaráðuneytinu og flutti til Íslands.

 

 


5 Athugasemdir

 1. Björn Jónsson skrifar:

  Það eru innsláttarvillur í síðust málsgrein„voesins 1070“ kv BJ

  Líkar við

 2. Friðrik Á.Brekkan skrifar:

  Sæll, ert þú afkomandi Björns Þorlákssonar hreppstjóra í Mosfellssveit? EF svo er þá langar mig til þess að gefa þér smá gersemar sem tengjast honum, en ég hefi ekkert við að gera. Lát mig heyra. Bkv Friðrik Brekkan

  Líkar við

  • Sæll Friðrik Brekkan

   Björn Einar Þorláksson hagleiksmaður og hreppstjóri á Varmá var afi minn. Ég hef reynt að komast yfir tiltækt efni um hann og hans merku en stuttu ævi. Því miður er það ekki mikið og því er það mér fagnaðarefni ef þú hefur eitthvað í þínum fórum sem akkur er í að sjá.

   Kv. Indriði H. Þorláksson

   Líkar við

 3. Friðrik Brekkan skrifar:

  Búinn að senda myndirnar á netfang þitt

  Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Upplýsingar

863 4332