Á þessum síðum fjalla um náttúruauðlindir landsins frá hagfræðilegu og pólitísku sjónarhorni. Greinarnar hafa flestar birst áður í tímaritum, blöðum, á bloggsíðum eða í vefritum en nokkrar eingöngu á þessari vefsíðu. Elsta greinin um náttúruauðlindir er frá árinu 2007.
Fjallað er um þær náttúruauðlindum sem hafa verið nýttar til tekjuöflunar að verulegu marki, þ.e. atvinnustarfsemi umfram það sem felst t.d. í nýtingu lands í hefðbundnum landbúnaði eða nýtingu jarðhita til eigin nota jarðeiganda. Þær náttúruauðlindir hér á landi sem fénýttar hafa verið í stórfelldum viðskiptalegum tilgangi eru einkum orkan í fallvötnum og jarðhita og fiskveiðiauðlindin en teikn eru á lofti um að náttúrufegurð og náttúrfyrirbæri kunni að fylla þann flokk innan tíðar.
Sem hagfræðilegt viðfangsefni er nýting náttúruauðlinda ekki mjög frábrugðið öðrum framleiðsluþáttum svo sem byggingum, framleiðslubúnaði svo lengi sem nýtingin er aðgengileg fyrir alla. Sé hún það ekki myndast einokunaraðstaða sem skapað getur auðlindarentu, þ.e. hagnað umfram það sem hefði orðið í frjálsu aðgengi að nýtingu. Einokunaraðstaða getur orðið til með eignarhaldi einkaaðila eða opinberra aðila eða með lagasetningu sem takmarkar nýtingu á auðlind með einhverjum hætti. Dæmi um takmarkanir af þessum toga t.d. nýting vatnsorku og jarðhita og fiskveiðar hér á landi.
Greinarnar snúast um það að greina hagræn áhrif af nýtingu náttúruauðlindanna, þýðingu þeirra fyrir efnahagslífið og samfélagið, einkum með það í huga að um er að ræða náttúruauðlindir sem eru taldar eru eða eiga að vera sameign þjóðarinnar. Miðlæg spurning í því er hvort þjóðin sem eignadi auðlindarinnar fái til sín eðlilegan afrakstur af fénýtingu hennar.
Greinar um auðlindir eru í þremur undirflokkum:
- Auðlindir almennt þar sem fjallað er um þær í heild, um sameiginleg grundvallaratriði eignarhald á náttúruauðlindum, auðlindaarð og gjaldtöku af nýtingu auðlinda eða fleiri en eina tegund auðlinda saman.
- Fiskveiðar þar sem fjallað er um fiskveiðiheimildir, sjávarútveg, kvóta hagnað af veiðum og vinnslu, veiðigjöld o.fl.
- Orka en þar er fjallað um orkuauðlindir, eignarhald á þeim, nýtingu til hitunar og rafmagnsframleiðslu og nýtingu hennar í stóriðju og arð af orkuauðlindum.
Ein athugasemd á “Auðlindir”