Greinar og pistlar á þessari síðu eru eiginlega undirflokkur í því efni sem er til viðfangs á síðunni Auðlindir en vegna umfangs og vissrar sérstöðu eru þær sérgreindar. Greinarnar fjalla um fiskveiðiauðlindina frá hagfræðilegu og pólitísku sjónarhorni og hafa flestar birst áður í tímaritum, blöðum, á bloggsíðum eða í vefritum.
Sem hagfræðilegt viðfangsefni er nýting náttúruauðlinda þ.m.t. fiskveiðiauðlindarinnar ekki mjög frábrugðið öðrum framleiðsluþáttum svo sem byggingum, framleiðslubúnaði svo lengi sem nýtingin er aðgengileg fyrir alla. Sé hún það ekki myndast einokunaraðstaða sem skapað getur auðlindarentu, þ.e. hagnað umfram það sem hefði orðið í frjálsri nýtingu. Einokunaraðstaða getur orðið til með eignarhaldi, hvort sem er einkaaðila eða opinberra aðila eða með lagasetningu sem takmarkar nýtingu á auðlind með einhverjum hætti.Takmörkun aðgengis að fiskveiðum hér við land og sú einokunaraðstaða sem henni fylgir gerir það að verkum að mikil auðlindarenta getur skapast í fiskveiðum og sjávarútvegi í heild.
Greinarnar snúast allar um það að greina hagræn áhrif af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar, þýðingu hennar fyrir efnahagslífið og samfélagið, einkum með það í huga að um er að ræða náttúruauðlind sem sagt er að eigi að vera sameign þjóðarinnar. Miðlæg spurning í því er hvort þjóðin sem eignadi auðlindarinnar fái til sín eðlilegan afrakstur af fénýtingu hennar.
Greinarnar má finna í efnisyfirlitinu hér til hliðar. Sumar þeirra má einnig ná í sem pdf skjal með hlekk hér að neðan.
2014:05 Veiðigjaldafurmvarp umsögn