Veiran og viðbrögðin – ríkisstyrktur rekstur?
Sagt hefur verið að “óvænt” kreppa komi á 10 ára fresti. Hrunið er ekki enn gleymt almenningi en margt bendir til þess að hagaðilar í atvinnulífinu hafi verið fljótari að gleyma. …….
Kröfur um að einstaklingum, fyrirtækjum eða sveitarfélögum verði bætt tjónið eru órökréttar og óraunhæfar. Ríkið er ekki vátryggingarfélag en þar með er ekki sagt að ríkið eigi að vera óvirkt. Ráðstafanir ríkisvaldsins á krepputímum á ekki að miða við að bæta áorðið tjón heldur að því að jafna áhrifunum af tekjutapinu milli borgaranna og milli tímabila um leið og sköpuð eru skilyrði fyrir nýjum vexti. Með réttum viðbrögðum ríkisvaldsins má draga úr skaðanum og flýta fyrir bata……
Styrkur til fyrirtækja af almannafé ætti því að vera skilyrtur með tilliti til stöðu þeirra og afkomu og þegar hann er veittur ætti honum að fylgja skuldbinding um endurgreiðslu með einhverjum hætti með tryggingu í fyrirtækinu, eignum þess eða framtíðarafkomu.
Sammála, alltof geyst farið í marga hluti. Þarf að vinna að jöfnunar tekjustrúktúrsins í alvöru en ekki vera með hyldýpismun í tekjum eins og nú er víða.
Líkar viðLíkar við