Minnisblöð

Á Minnisblöðum þessum er að finna frásagnir af minnisverðum atburðum, minningabrot og fleira.

  • Menntaskólaárin og MA-60.
    • Ég fór í Menntaskólann á Akureyri haustið 1956 og tók stúdentspróf þaðan vorið 1960 í hópi 52 stúdenta. Útskriftarhópurinn var óvenjulítill en samheldni í honum mikil. Hefur hann alla tíð staðið saman að viðburðum og ferðum af ýmsu tilefni. Nú orðið hittast þeir úr hópnum sem vilja mánaðarlega á Mannamóti til skrafs og hádegisverðar.
  • Berlínarárin.
    • Ég var við nám og störf í V-Berlín frá 1963 til 1970 á miklum umbrotatímum í borginni eins og annars staðar í Evrópu og víðar á vesturlöndum. Berlín var þá sem eyríki innan Þýska Alþýðulýðveldisins (DDR) og mikil átök um hana. Þegar ég kom þangað var rúmlega hálft annað ár liðið frá því að múrinn var reistur og óvissa ríkti um framtíð borgarinnar. Erlendir gestir í V-Berlín þ.m.t. stúdentar gátum ferðast á milli borgarhlutanna og gafst færi á að kynnast ýmsu og gera ýmislegt sem heimamenn í V-Berlín voru útilokaðir frá.