Minnisblöð

Í þessum pistlum og greinum er að finna skrif um minnisverða atburði, minningabrot og fleira, flokkaðir eftir tímabilum á æviferlinum.

  1. Berlínarárin. Ég var við nám og störf í V-Berlín frá 1963 til 1970 á miklum umbrotatímum í borginni eins og annars staðar í Evrópu og víðar á vesturlöndum. Berlín var þá sem eyríki innan Þýska Alþýðulýðveldisins (DDR) og mikil átök um hana. Þegar ég kom þangað var rúmlega hálft annað ár liðið frá því að múrinn var reistur og óvissa ríkti um framtíð borgarinnar. Erlendir gestir í V-Berlín þ.m.t. stúdentar gátum ferðast á milli borgarhlutanna og gafst færi á að kynnast ýmsu og gera ýmislegt sem heimamenn í V-Berlín voru útilokaðir frá.