Menntaskólaárin og MA-60

Ég fór í Menntaskólann á Akureyri haustið 1956 og tók stúdentspróf þaðan vorið 1960 í hópi 52 stúdenta. Útskriftarhópurinn var óvenjulítill en samheldni í honum mikil. Hefur hann alla tíð staðið saman að viðburðum og ferðum af ýmsu tilefni. Lengst af efndi hópurinn árlega til dagsferðar en lengri ferðar fimmta hvert ár auk hátíðarferða í tilefni af stúdentsafmælum MA. Nú orðið hittast þeir úr hópnum sem vilja mánarlega yfir hádegisverði.

Í pistlum þessum verður rifjað upp ýmislegt sem dreif á daga hópsins í skóladvölinni og í ferðum hans og síðari samskiptum