Posts

Trump og Samherji

Birti í dag í Heimildinni og á heimasíðu minni smágrein um skattamál Trump og Samherja.

Trump og Samherji

Auðlindir hér og þar

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra héldu blaðamannafund. Boðskapurinn var einfaldur en skýr. Samfélagið þarfnast meiri tekna á næstu árum til þess að tryggja megi velferð allra. Eftir tímabil vaxandi ójöfnuðar er nauðsynlegt að þeir sem mest hafa, og hafa í mörgum tilvikum fengið verulega meira á síðustu árum, leggi meira að mörkum. Mikilvægur þáttur þess er að tryggja að þeim verðmætum, sem náttúruauðlindir okkar skapa, verði skipt réttlátar.

Blaðamannafundurinn var í Osló.

Í Kjarnanum og á heimasíðu minni birtist í dag fyrsta grein af nokkrum sem ég áforma að birta á næstunni um eina af náttúruauðlindum okkar undir nafninu Fiskveiðiauðlindin og þjóðin.

Kjósið Dag

Ég kynntist Degi B. Eggertssyni þegar ég starfaði fyrir endurreisnarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar á árunum 2009 til 2013 í tengslum við samskipti ríkis og sveitarfélaga og fleiri mál. Ég fann strax að þar var á ferðinni eftirtektarverður stjórnmálamaður sem hafði góða yfirsýn og skilning á þeim málum sem hann fjallaði um. Málefnalegur, hreinskiptinn og samstarfsgóður. Ég gekk síðar í Samfylkingafélagið í Rekjavík ekki síst til að styðja hann til forystu í borginni og er félagi þar enn ásamt því að vera einnig í félagi Vinstri grænna í Reykjavík.

Eiginleikar Dags hafa sýnt sig í forystu hans fyrir Samfylkinguna í Reykjavík og í starfi hans sem borgarstjóri. Hann hefur leitt áður óþekkta faglega stefnumörkun í þeim borgarmálefnum sem mestu skipta mestu og hefur ásamt samstarfsflokkunum mótað og innleitt breytingar sem horfa til framtíðar og heilla fyrir borgarbúa.

Sem borgarstjóri hefur hann verið í forystu fjögurra flokka borgarstjórnar sem vinnur að því að hrinda í framkvæmd stórum framfaramálum um leið og þjónusta borgarinnar í velferðarmálum er efld. Til þess þarf styrka stjórn og góða liðsheild, virðingu fyrir sjónarmiðum samstarfsaðila, samhelldni og gagnkvæmt traust. Borgarpólitíkinni hefur á síðasta áratug verið lyft upp úr skotgröfum pólitískrar kreddufestu og og borgarstjórnin er ekki lengur vöggustofa fyrir framagosa þótt enn örli á þeim.

Ég skora á alla sem vilja veg Reykjavíkur sem mestan og hag borgarbúa sem bestan að kjósa Samfylkinguna og tryggja framhald á starfi Dags B. Eggertssonar sem borgarstjóra en að öðrum kosti að greiða einhverjum núverandi samstarfsflokka í borgarstjórn atkvæði sitt.

Hvern á að kjósa?

Í grein í Kjarnanum 10. ágúst sl., fyrir upphaf eiginlegrar kosningabaráttu, spurði ég: Um hvað á að kjósa. https://indridih.com/politik/um-hvad-a-ad-kjosa/. Gerði ég þar grein fyrir nokkrum meginatriðum sem ég vildi sjá í stefnu þeirra flokka sem til álita kæmu, stjórnarskrámálið og auðlindir þjóðarinnar, ábyrg ríkisfjármalastefna og skynsamleg úrvinnsla COVID-19 vandans, viðspyrna við auðsöfnun og auðræði, sanngjarnt og réttlátt skattkerfi og skilvirk skattframkvæmd. Að sjálfsögðu eru önnur mikilvæg mál á borðinu en val þessara rökstuddi ég þannig:

Annars vegar eru þau grundvallarmál í þeim skilningi að þau snúast ekki bara um fjármál heldur fyrst og fremst um jafnrétti og sanngirni. Á meðan gæðum landsins er misskipt á milli borgara þess með valdboði sem stríðir gegn réttlætistilfinningu alls þorra landsmanna og á meðan byrðar af því að halda hér uppi sæmilega siðuðu samfélagi eru lagðar á án nokkurrar sanngirni næst ekki sú félagslega samkennd og samstaða sem þarf til að taka á öðrum krefjandi verkefnum og leysa þau.

Hins vegar þarf einnig að hafa í huga að stór samfélagsverkefni kosta mikið fé og krefjast fyrirhyggju í fjármálum. Það fé sem einstaklingar og samfélagið allt hefur úr að spila, þ.e. afraksturinn af gæðum landsins, starfi landsmanna og eignum þeirra, er takmarkaður á hverjum tíma. Þessum gæðum þarf að ráðstafa með ábyrgum hætti milli verkefna einstaklinga og samfélagsverkefna á grundvelli almannahagsmuna. Til þess þarf umgjörð ríkisfjarmála að vera traust og gagnsæ og byggjast á raunsæu mati á þörfum samfélagsins og getu til að uppfylla þær.

Í kosningabaráttunni hefur skýrst hvers má vænta af flokkunum m.t.t. þessara mála og annarra mikilvægra mála. Auk skýrrar stefnu skiptir trúverðugleiki og traust miklu máli. Með tillit til þess hef ég gert upp huga minn og ákveðið hvar atkvæð mitt lendir.

Ég tel Samfylkinguna hafa lagt fram stefnu í þessum málum og öðrum sem best fellur að hugmyndum mínum. Jafnframt teflir hún fram breiðri forystu fólks sem býr yfir reynslu, þekkingu og kunnáttu og hefur í verkum sínum og málflutningi verið faglegt og málefnalegt. Ég treysti því til að fylgja stefnu sinni eftir og leita samstarfs við aðra þá flokka sem hafa áþekka grundvallarsýn á það sem skiptir máli fyrir það siðaða samfélag sem við viljum flest lifa í. Ég mun því kjósa Samfylkinguna.

Endurnýjuð heimasíða

Í rúmlega 6 ár hef ég haldið úti heimasíðu: Indriði H. Þorláksson – Greinar og pistlar um þjóðfélagsmál – þar sem ég hef haldið saman greinum sem ég hef skrifað og birt í ýmsum fjölmiðlum eða á heimasíðunni. Greinar þessar og pistlar eru nú orðnir nálægt 100 talsins flestir um auðlindamál, efnahagsmál og skattamál en einnig um ýmislegt annað.

Heimasíðan var ekki vel skipulögð og efni hennar ekki flokkað með aðgengilegum hætti. Eftir vinsamlegar ábendingar um að ástæða væri til að taka til á síðunni lét ég af því verða og breytti um leið útliti hennar nokkuð. Endurnýjuð síða er nú komin í loftið með efnisskipan og efnisyfirlitum sem ég vona að auðveldi mönnum að leita eftir einhverju bitastæðu ef það er á henni að finna.

Greinum á heimasíðunni er skipt í 6 meginflokka, Auðlindir, Efnahagsmál, Ferðamál, Kreppur, Pólitík og Skattar auk safnflokkanna Ýmislegt og Önnur mál. Í hverjum meginflokki eru 1 til 4 undirflokkar, einn fyrir almenna umfjöllun og það sem ekki fellur undir annan undirflokk og 2 til 3 undirflokkar um afmarkað efni. Skil milli flokka fara ekki alltaf eftir augljósum kvarða en ráðast fremur af huglægri nálgun minni. Þannig er undirflokkinn Skattapólitík að finna í báðum meginflokkunum Pólitík og Skattar annars vegar sem almenn stefnumótun í skattamálum og hins vegar sem umfjöllun um skattapólitísk mál sem eru á döfinni, frumvörp, tillögur o.fl.

Meginflokkana má sjá á efnisborða yfir hverri síðu og og undirflokka þeirra er að finna undir flipanum sem opnast niður af hverjum meginflokki.

Í hverjum undirflokki eru færri eða fleiri einstakar greinar sem finna má á sundurliðuðu efnisyfirliti á hægri spássíu hverju sinni.

Reikna má með að á næstunni bætist við einhverjar nýjar greinar. Á morgun reikna ég með að fram komi grein um fjármál hjúkrunarheimila og tengsl þeirra við eignir og erfðir og í aðdraganda kosninga verður ekki skortur á umfjöllunarefni, stöðutaka í ýmsum málum, uppgjör við liðin tíma og horft fram á veginn.

Tengill á síðuna verður hin sami og áður. Indriði H. Þorláksson – Greinar og pistlar um þjóðfélagsmál

Náttúruauðlindir í þjóðareign

Eignarhald á náttúrauðlindum landsins hefur verið mikið rætt á síðustu áratugum án þess að þokast hafi í rétta átt. Auðlindanefnd, skipuð fulltrúum stjórnmálaflokka og hagsmunaaðila, lagði til í skýrslu sinni árið 2000 að þeir sem fái leyfi til nýtingar á náttúruauðlindum greiði fyrir þann rétt. Þegar á reyndi undu hagsmunagæslumenn stórútgerðar ekki þeirri niðurstöðu og hlupu frá því verki sem hafið var og umræðan um málið koðnaði niður í lögfræðilegt skæklatog. Málinu hefur þó verið haldið vakandi og hefur á vegferð sinni tekið á sig skýrari mynd í hugum almennings einkum á síðasta áratug í umræðum um stjórnarskrá lýðveldisins og í umfjöllun um veiðigjöld í sjávarútvegi:

Tengill á grein í blaði Sameykis 1. maí sl.

Náttúruauðlindir í þjóðareign

Minnisblað um stöðu Skattrannsóknastjóra

Í febrúar sl. óskaði Efnahags- og viðskiptanefnd eftir að ég sæti fjarfund nefndarinnar við umræðu um frumvarp til laga um tekjuskaatt þar sem lögð var fram tillaga um að færa embætti Skattrannsókastjóra undir Skattinn, embætti Ríkisskattstjóra. Að ósk nefndarinnar sendi ég henni eftir fundinn minnisblað með þeim meginatriðum sem ég gerði að umtalsefni á fjarfundinum. Í tilefni þess að þessar breytingar á embætti Skattrannsóknastjóra hafa nýlega verið til umfjöllunar í fjölmiðlum hef ég sett minnisblaðið mitt á heimasíðu mína undir tenglinum:

Minnisblað um stöðu Skattrannsóknastjóra.