Endurnýjuð heimasíða

Í rúmlega 6 ár hef ég haldið úti heimasíðu: Indriði H. Þorláksson – Greinar og pistlar um þjóðfélagsmál – þar sem ég hef haldið saman greinum sem ég hef skrifað og birt í ýmsum fjölmiðlum eða á heimasíðunni. Greinar þessar og pistlar eru nú orðnir nálægt 100 talsins flestir um auðlindamál, efnahagsmál og skattamál en einnig um ýmislegt annað.

Heimasíðan var ekki vel skipulögð og efni hennar ekki flokkað með aðgengilegum hætti. Eftir vinsamlegar ábendingar um að ástæða væri til að taka til á síðunni lét ég af því verða og breytti um leið útliti hennar nokkuð. Endurnýjuð síða er nú komin í loftið með efnisskipan og efnisyfirlitum sem ég vona að auðveldi mönnum að leita eftir einhverju bitastæðu ef það er á henni að finna.

Greinum á heimasíðunni er skipt í 6 meginflokka, Auðlindir, Efnahagsmál, Ferðamál, Kreppur, Pólitík og Skattar auk safnflokkanna Ýmislegt og Önnur mál. Í hverjum meginflokki eru 1 til 4 undirflokkar, einn fyrir almenna umfjöllun og það sem ekki fellur undir annan undirflokk og 2 til 3 undirflokkar um afmarkað efni. Skil milli flokka fara ekki alltaf eftir augljósum kvarða en ráðast fremur af huglægri nálgun minni. Þannig er undirflokkinn Skattapólitík að finna í báðum meginflokkunum Pólitík og Skattar annars vegar sem almenn stefnumótun í skattamálum og hins vegar sem umfjöllun um skattapólitísk mál sem eru á döfinni, frumvörp, tillögur o.fl.

Meginflokkana má sjá á efnisborða yfir hverri síðu og og undirflokka þeirra er að finna undir flipanum sem opnast niður af hverjum meginflokki.

Í hverjum undirflokki eru færri eða fleiri einstakar greinar sem finna má á sundurliðuðu efnisyfirliti á hægri spássíu hverju sinni.

Reikna má með að á næstunni bætist við einhverjar nýjar greinar. Á morgun reikna ég með að fram komi grein um fjármál hjúkrunarheimila og tengsl þeirra við eignir og erfðir og í aðdraganda kosninga verður ekki skortur á umfjöllunarefni, stöðutaka í ýmsum málum, uppgjör við liðin tíma og horft fram á veginn.

Tengill á síðuna verður hin sami og áður. Indriði H. Þorláksson – Greinar og pistlar um þjóðfélagsmál

Ein athugasemd á “Endurnýjuð heimasíða

  1. Sæll Indriði.

    Ég hef fylgst með greinum þínum af miklum áhuga og vil gjarnan gera það áfram. Ég hef fengið pósta frá þér á vinnunetfangið benedikt@skjalasafn.is, en nú er ég að ljúka störfum og enginn mun framar taka við pósti á þetta netfang. Persónulegt netfang mitt er benedikt1951@gmail.com og þætti mér vænt um ef þú gætir beint tilkynningarpóstum eins og þessum á það netfang.

    Með góðri kveðju,
    Benedikt Jónsson

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s