Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum Hvert rennur hagnaður þeirra og skattar?

Ágrip þetta og greinin í heild sinni birtist á blogg.is 7. mars 2008

Inngangur

Í greininni “Útrás og innrás”, fjallaði ég almennt um hvaða áhrif fjárfestingar yfir landamæri geta haft á íslenskt efnahagslíf og tekjur ríkissjóðs. Þar kom fram að efnahagsleg áhrif útrásar eru að verulegu leyti undir því komin hver á útrásarfyrirtækin, hvert hagnaðurinn rennur og hvar honum er ráðstafað. Í greininni “Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum” er greint frá niðurstöðum athugunar á umfangi erlendra fjárfestinga hér á landi og eignarhalddi á félögum sem skráð eru í Kauphöllinni.

Samkvæmt skýrslum Seðlabanka Íslands hefur erlend fjárfesting á Íslandi vaxið mjög á siðustu árum. Við nánari skoðun sýnir sig að þessa aukningu má nær alfarið rekja til BENELUX landanna og svokallaðra aflandssvæða. Íslensk fjárfesting í þesssum löndum hefur vaxið samsvarandi og bendir allt til að hér sé um sama féð að ræða, þ.e. fjárfest hafi verið í félögum á þessum svæðum og þau síðan fjárfest í íslenskum félögum.

Til að kanna þetta nánar var gerð úttekt á eignarhaldi á þeim félögum sem skráð eru í Kauphöllinni m.t.t. að hve miklu leyti þau væru beint eða í gegnum milliliði í eigu erlendra aðila. Ennfremur var kannað hvar þessir erlendu eigendur væru heimilisfastir. Niðurstöðurnar voru mjög í samræmi við skýrslu Seðlabankans Það sem lesa má úr fyrirliggjandi talnalegum gögnum er m.a.:

 • Eignarhald erlendra aðila á félögum í Kauphöllinni er frá 0 og uppí 75% og um 31,5% að meðaltali.
 • Erlent eignarhald er til staðar í 89 tilvikum (af 440) eða um fimmti hver eigandi er skráður erlendis og þar af 3 í Lúxemborg, á aflandssvæðu eða í Holland.
 • Félög með skattalega heimilisfesti í Luxemborg, á aflandssvæðum eða í Hollandi fara með alla eða nær alla erlenda eignarhlutdeild í allmörgum félögum.
 • Háa erlend eignaraðild og hátt hlutfall eigenda með skráningu í Lúxemborg eða á aflandssvæðum er einkum að finna hjá bönkum og stórum eignarhaldsfélögum en síður eða ekki hjá félögum með virka starfsemi.
 • Innlent eignarhald er að jafnaði um 68% af eign 20 stærstu aðila. Þar af eru 10% í eigu Kauphallarfélaga, 6% í eigu lífeyrissjóða og 52% í eigu annarra innlendra aðila.
 • Erlent eignarhald er að jafnaði um 38% af eign 20 stærstu hluthafanna. Þar af eru rúm 25% hjá aðilum í Luxemborg, á aflandssvæðum eða í Hollandi en rúm 6% annars staðar.
 • Í þeim helmingi félaga þar sem eignaraðild erlendra aðila er mest er hún miklu tíðari eða þriðjungur tilvika á móti innan við 10% tilvika í hinum helmingnum. Eignarhald innlendra aðila sem ekki eru lífeyrirssjóðir eða önnur Kauphallarfélög er líka ótíðari í efri flokknu eða um þriðjungur tilvika á móti um 70% í lægri flokknum
 • Í þessum félögum eiga erlendir aðilar að jafnaði um 55% hlutafjár en innlendir aðilar aðrir en kauphallarfélög og lífeyrissjóðir einungis um 26%. Í lægri flokknum er erlend eignaraðild um 8,5% en innlendra aðila annarra en kauphallarfélaga og lífeyrissjóða nærri 78%.
 • Hin erlenda eignaraðild kemur að u.þ.b. 80 hundraðshlutum frá félögum í Hollandi, Lúxemborg eða aflandssvæðum. Litlu skiptir í því efni hvort erlend hlutdeild alls er mikil eða lítil. Hins vegar virðist erlend hlutdeild frá öðrum en þessum löndum aðallega vera til staðar í félögum í virkri atvinnustarfsemi.

Helstu niðurstöður 

Erfitt er að draga saman allar niðurstöður í svo margbrotnum og flóknum málum sem hér er fjallað um á einfaldan hátt. Verður því látið nægja að benda á nokkur meginatriði.

 • Fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi hefur stóraukist á síðustu árum. Á sama tíma hefur íslensk fjármunaeign erlendis aukist mikið. Aukningin á fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi takmarkast að mestu við tvö lönd og nokkur aflandssvæði. Allar líkur benda til þess að hér sé um hringrás sama fjár að ræða.
 • Önnur aukning á beinni erlendri fjármunaeign er fremur lítil einkum þegar horft er til aukinna stóriðjuframkvæmda á tímabilinu.
 • Mikið erlent eignarhald er á félögum sem skráð eru í Kauphöllinni einkum í stórum fjármálafyrirtækjum.
 • Afleiðing af miklu erlenda eignarhaldi er að jafn stór hluti hagnaðar af starfsemi félaganna rennur til erlendra eigenda.
 • Hagnaður af starfsemi erlendra dótturfyrirtækja (útrásarfyrirtækja) skilar sér lítt og ekki varanlega til landsins.
 • Skatttekjur af starfsemi þeirra félaga sem eiga dótturfélög erlendis takmarkast við hagnað af innlendri starfsemi félaganna og fer minnkandi vegna breytinga á skattalögum.
 • Vegna mikillar erlendrar eignaraðildar er hagnaður eftir skatt að stórum hluta í höndum erlendra aðila, sem eiga hægt um vik að koma honum úr landi án teljandi skattlagningar.
 • Líkur eru á að mestur hluti skráðrar erlendrar eignaraðildar sé í reynd í höndum íslenskra aðila sem skráð hafa félög sín erlendis.
 • Líkur eru á að sú skráning sé að stórum hluta gerð í þeim tilgangi að komast hjá því að greiða skatta á Íslandi.
 • Lágur skattur á fjármagnstekjur hefur ekki dregið úr flutningi tekna og skattstofns úr landi og lækkun skatts á félög hefur ekki aukið raunverulega erlenda fjárfestingu en hefur að líkindum ýtt undir og aukið streymi fjármagns úr landi sem ófullburða skattalöggjöf ræður ekki við.

Greinin í heild:

Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum

3 athugasemdir á “Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum Hvert rennur hagnaður þeirra og skattar?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s