Kalifornía, ferð 2022

Um páskana lögðum við Illa, Úlla og Orri land undir fót og heimsóttum Hauk og Na Yon til Claremont (Björtufjalla) þar sem þau búa um 40-60 mín. akstur frá miðbæ LA. Flugum við til Ontario fkugvallar sem er í 15 mín akstursfjarlæg frá heimili þeirra fimmtudaginn 6. apríl og dvöldum þar í 12 daga í góðu yfirlæti. Dæturnar höfðu í samvinnu við Na Yon sett sama metnaðarfulla dagskrá fyrir tímann sem að mestu gekk eftir. Veðrið var hið besta allan tímann. Hitinn fyrstu dagana að vísu nokkuð mikill, um 30 gráður, en góður andvari gerði hann bærilegan en mesti hluti tímans var svalara, 21 til 24 gráður, sem hæfði eylendingum norðan úr Dumbshafi vel.