Árni Björnsson I. hluti

Berlínardvöl 1963-1965

I. hluti

Forsaga og aðdragandi

Árið sem ég hóf nám í Berlín tók Árni Björnsson íslenskufræðingur til starfa sem lektor í íslensku við Freie Universität og kom til Berlínar ásamt Vilborgu Harðardóttur konu sinni og börnum þeirra. Þau hjón voru nokkrum árum eldri en við íslensku stúdentarnir í borginni og og varð heimili þeirra fljótlega eins konar félagsmiðstöð og miðstöð tengsla við landa okkar austan múrsins.

Vegna starfs síns, forsögu og reynslu var sjónarhorn hans á Berlín og Berlínarárin nokkuð annað en okkar stúdentanna. Árni, Vilborg og börn höfðu búið í Prag 1956 – 1957 og í Greifswald í A-Þýskalandi 1961 – 1962 þar sem hann var háskólalektor íslensku. Hann hafði því kynnst og reynt sitt hvað sem við hin þekktum ekki. Ég tók því fegins hendi að Árni var reiðubúinn til að skrifa eitthvað um Berlínardvöl sína á árunum 1963 til 1965. Birtist það hér í þremur hlutum. Í þeim fyrsta fjallar Árni um forsögu og aðdraganda þess að  hann kom til Berlínar.

Þess má geta að Lucius D Clay hershöfðinginn, sem getið er í myndtexta, var afar vinsæll í Þýskalandi og Berlín. Hann var æðsta yfirvald á bandaríska hernámssvæðinu og tók sem slíkur ýmsar ákvarðanir svo sem til mildunar á umdeildum dómum. Hann hafði verið náinn samstarfsmaður Eisenhowers yfirhershöfðingja og ráðgjafi hans eftir að hann lét af störfum sem herforingi. Talið er að Clay hafi átt þátt í því að horfið var frá svokallaðri Morgenthau áætlun sem miðað hafið að því að afnema þýska ríkið og brjóta niður hernaðar og efnahags innviði þess. Í stað þess kom Marshall áætlunin sem hafð það að markmiði að stuðla að efnahagslegri uppbygging á grundvelli lýðræðislegra stjórnarhátta og náði hún til allrar V-Evrópu og meðal annars Íslands.

Næsta grein Árna mun birtast á næstunni og fjallar hann þar um fjölskyldu- og félagslíf í V-Berlín