Kreppur

Kreppur af ýmsum toga hafa einkennt þróun efnahagsmála í flestum hagkerfum. Sumar þeirra skella á af völdum utanaðkomandi aðstæðna. Geta þær verið staðbundnar, þ.e. taka aðeins til eins lands eða hluta þess, t.d. vegna hamfara, uppskeru- eða aflabrests o.s.frv. eða þær eru svæðisbundnar nái orsökin til margra landa. Þá eru ótaldar fjármálakreppur af ýmsum toga sem eiga rætur sínar inn í hagkerfinu oftast vegna hjarðhegðunar í fjármálakerfinu þegar verðbólur myndast í gróðakapphlaupinu og einn eltir annan.

Viðbrögð stjórnvalda við kreppum hafa lengi verið viðfangsefni hagfræðinga einkum eftir kreppuna miklu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar. Saga kreppunnar er þó mikið lengri og er gjarnan haft fyrir satt að fjármálakreppur skjóti upp kollinum á um tíu ára fresti að jafnað og að fjármálaminni markaðarins sé ekki lengra.

Í þessum hluta greina minna fjalla ég um mál sem tengjast kreppum Almennt eða einstökum kreppumálum ssvo sem Hruninu, Icesave eða Covid – 19 og eru það undirkafla í þessum flokki.