Árni Björnssonar III. hluti

Berlínardvöl Árna Björnssonar 1963 til 1965 

Berlínarár okkar Árna voru innan við 20 ára frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Borgin var innan landamæra A-Þýskalands og styttra var til Póllands en V-Þýskalands. Staða borgarinnar og tengsl hennar við Vestur-Þýskaland var eilíft bitbein Sovétríkjanna og Vesturveldanna. Kalda stríðið var í algleymingi og njósnir og hvers kyns neðanjarðarstarfsemi í fullum gangi. Það gat ekki farið hjá því að ferill Árna, sem hann rakti áður, vekti spurningar hjá þeim sem höfðu fyrir atvinnu að hafa grunsemdir og komast að öllu um þá sem grunsamlegir þóttu. Árni var hispurslaus í tali og sagði óhikað skoðanir sínar sem réðust fremur af réttlætiskennd hans en pólitískum kreddukenningum. Í þessum þriðja hluta framlags síns segir m.a. af atvikum sem af þessu leiddu.