Paradísarmál

Cane_Garden_Bay,_TortolaFjárvarsla í paradís varð að stórmáli í fjölmiðlum og á Alþingi þar sem sótt er fast og fimlega varist. Í slíkum átökum er nauðsynlegt að gæta hófs. Í því hlýtur Kastljós að vera til fyrirmyndar. Það kallaði í gær á skattalögfræðing til að tjá sig um málið og til var fenginn maður, sem er þessum hnútum kunnugur hafandi  á gullárunum starfaði hjá Landsbanka Íslands m.a. að málefnum aflandsfélaga. Af hógværð var þeirrar starfsreynslu þó að engu getið og virðingin slík að engin gagnrýnin spurning var borin upp. Að öðru leyti var þátturinn helgaður ágætum manni, svissneskum, sem hafði m.a. unnið sér það til ágætis að vera í forsvari fyrir EFTA dómstólsinn við úrlausn máls sem í ljósi sögunnar hefur óverulega þýðingu. Það er lofsvert að stíga létt til jarðar, það truflar ekki.

Fjárvarsla í paradísum er ekki ný af nálinni. Hún blómstraði á árunum fyrir hrun og tók ég þá saman upplýsingar, sem ég birti í greinum á blog.is í febrúar og mars 2008 og sjá má með tenglunum:

Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum …

Eignarhald á kauphallarfélögum

Útrás og innrás

Leyfarnar af skyndigróða þessa tíma hafa sjáanlega legið þar og dafnað eigendum sínum til ánægju og yndisauka eins og grein Inga Freys Vilhjálmssonar í Stundinni í dag ber með sér.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s