Forsætisráðherra og fjármálaráðherra héldu blaðamannafund. Boðskapurinn var einfaldur en skýr. Samfélagið þarfnast meiri tekna á næstu árum til þess að tryggja megi velferð allra. Eftir tímabil vaxandi ójöfnuðar er nauðsynlegt að þeir sem mest hafa, og hafa í mörgum tilvikum fengið verulega meira á síðustu árum, leggi meira að mörkum. Mikilvægur þáttur þess er að tryggja að þeim verðmætum, sem náttúruauðlindir okkar skapa, verði skipt réttlátar.
Blaðamannafundurinn var í Osló.
Í Kjarnanum og á heimasíðu minni birtist í dag fyrsta grein af nokkrum sem ég áforma að birta á næstunni um eina af náttúruauðlindum okkar undir nafninu Fiskveiðiauðlindin og þjóðin.