Kjósið Dag

Ég kynntist Degi B. Eggertssyni þegar ég starfaði fyrir endurreisnarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar á árunum 2009 til 2013 í tengslum við samskipti ríkis og sveitarfélaga og fleiri mál. Ég fann strax að þar var á ferðinni eftirtektarverður stjórnmálamaður sem hafði góða yfirsýn og skilning á þeim málum sem hann fjallaði um. Málefnalegur, hreinskiptinn og samstarfsgóður. Ég gekk síðar í Samfylkingafélagið í Rekjavík ekki síst til að styðja hann til forystu í borginni og er félagi þar enn ásamt því að vera einnig í félagi Vinstri grænna í Reykjavík.

Eiginleikar Dags hafa sýnt sig í forystu hans fyrir Samfylkinguna í Reykjavík og í starfi hans sem borgarstjóri. Hann hefur leitt áður óþekkta faglega stefnumörkun í þeim borgarmálefnum sem mestu skipta mestu og hefur ásamt samstarfsflokkunum mótað og innleitt breytingar sem horfa til framtíðar og heilla fyrir borgarbúa.

Sem borgarstjóri hefur hann verið í forystu fjögurra flokka borgarstjórnar sem vinnur að því að hrinda í framkvæmd stórum framfaramálum um leið og þjónusta borgarinnar í velferðarmálum er efld. Til þess þarf styrka stjórn og góða liðsheild, virðingu fyrir sjónarmiðum samstarfsaðila, samhelldni og gagnkvæmt traust. Borgarpólitíkinni hefur á síðasta áratug verið lyft upp úr skotgröfum pólitískrar kreddufestu og og borgarstjórnin er ekki lengur vöggustofa fyrir framagosa þótt enn örli á þeim.

Ég skora á alla sem vilja veg Reykjavíkur sem mestan og hag borgarbúa sem bestan að kjósa Samfylkinguna og tryggja framhald á starfi Dags B. Eggertssonar sem borgarstjóra en að öðrum kosti að greiða einhverjum núverandi samstarfsflokka í borgarstjórn atkvæði sitt.

Ein athugasemd á “Kjósið Dag

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s