Veirumolar – súkkulaði fyrir sykurfíkla

Í grein í Kjarnanum 6. maí sl.,Veiran og viðbrögðin – ríkisstyrktur rekstur?, benti ég á að efnahagsaðgerðir stjórnvalda í kórónakrísunni felist að verulegu leyti í því að greiða lögbundin launakostnað fyrirtækja með almannafé. Í þessu leynist í reynd eignatilfærsla frá almenningi til fyrirtækja. Á þetta að nokkru við um svokallaða hlutabótaleið en einkum um styrki til að greiða laun í uppsagnarfresti og styrkveitingar í öðrum tilgangi. Til að koma í veg fyrir slíka eignatilfærslu ætti að skilyrða þessa styrki með endurgreiðslum sem tengja mætti afkomu eftir að komist er í gegnum brimskaflinn eins og nú tíðkast að segja.

…………

Unnt hefði verið að ná yfirlýstu markiði laganna með öðrum hætti t.d. með ívilnandi lánum í stað styrkja eða öðrum áskilnaði um endurgreiðslu í samræmi við afkomu eða framlegð fyrirtækjanna á næstu árum. Með því hefði mátt komast hjá því að færa fé úr vösum almennings til fyrirtækja sem ekki þurfa á stuðningi að halda þrátt fyrir að hafa orðið fyrir tímabundnu tekjufalli. Reynslan sýnir að til lítils er að höfða til nægjusemi eða samfélagslegrar ábyrgðar þegar um aura er að tefla. Það er eins og að bjóða sykurfíkli súkkulaðimola.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s