Efa sé og efa mundi / átján rófur á einum hundi
Efa mundi og efa sé / átján dindlar á einu fé
Síðasta furðuverkið í baráttu sérhagsmunaaflanna í sjávarútvegi er “Samantekt gagna vegna umsagnar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um veiðigjöld” gerð af endurskoðunarstofu og líkist fremur skapandi bókhaldi en fræðilegri greiningu. Það segir sitt að höfundurinn firrir sig ábyrgð á verkinu og setur fyrirvara um áreiðanleika gagna og ályktana sem af þeim verða dregnar. Áritun endurskoðenda var fyrrum skilyrði þess að mark væri takandi á ársreikningum en er hér marklaus stimpill.