Í hópi okkar stúdenta frá MA 1960 var Nanna Stefanía Hermansson, sænsk-íslensk, sem hafði bæst í hópinn við upphaf 5. bekkjar og síðan verið ein af okkur. Þótt hún hafi verið búsett í Svíþjóð utan tímabilsins 1974 til 1984 þegar hún var borgarminjavörður í Árbæjarsafni hefur hún ræktað tengsl við okkur skólasystkinin og er tíður gestur á landinu og sækir samkomur okkar eftir föngum. Sonur hennar er einnig búsettur hér á landi.
Á hátíðarsamkomu árgangsins vegna 60 ára stúdentsafmælis okkar sagði hún okkur frá tildrögum þess að hún kom til Ísland og settist með okkur í MA. Má lesa það í frásögn af þeirri ferð hér á heimasíðunni: MA-60 Hátíðaferð 2021. Á mánaðarlegu Mannamóti okkar 16. september 2023 sagði hún okkur svo frá fyrri ferðum sínum til Íslands sem hófust þegar hún var á barnsaldri. Auk þess að vera persónuleg og skemmtileg saga lýsir hún aldafari og aðstæðum á þeim tíma sem við vorum að slíta barnskónum og breytingunum sem orðið hafa síðan.
Frásögn Nönnu fer hér á eftir.