Sjávarútvegur, veiðigjöld og samfélag

Það er erfitt að fá mann til að skilja eitthvað 

ef tekjur hans byggjast á því að skilja það ekki” 

Upton Sinclair amerískur. rithöfundur og stjórnmálamaður

Í grein í Heimildin 8. apríl: s.l. Veiðigjöldin og landsbyggðin, ræddi ég viðbrögð SFS við drögum að frumvarpi um veiðigjöld einkum tilraun þeirra til að stimpla veiðigjöldin sem byggðaskatt og boða  landauðn af þeirra völdum. Benti ég á haldleysi staðhæfinga SFS og nefndi nokkrar einfaldar staðreyndir sem kippa fótunum undan málflutningi þeirra: 

  1. Eigendur útgerða, að mestu eigendur stórútgerða, greiða veiðigjöldin. Þeir eru flestir búsettir í þéttbýli, en búa ekki á landsbyggðinni. 
  2. Veiðigjöld hafa engin áhrif á það aflamagn, sem veitt er, landað og unnið, svo vinna á sjó og landi verður hin sama og áður. 
  3. Veiðigjöld eru hin sömu hvar svo sem afla er landað og hann unninn og þau hafa engin áhrif á staðsetningu útgerða eða hvar vinnsla fer fram.