Veiðigjöld og verðlag

Umræður um frumvarp til laga um veiðigjöld hafa nú staðið vikum saman án þess að andmælendum þess hafi tekist að hrekja nokkrar forsendur þess eða sýna fram á þá skaðsemi sem stórútgerðirnar hafa sagt þeim að af hljótist. Umræðurnar í þinginu eru eðlilega staglkenndar þegar ræðurnar skipta hundruðum og málstaðurinn rýr. Staðhæfingar SFS um hækkun veiðigjalda eru ótæpilegar og einn ötulasti ræðuskörungurinn veifar tölunni 101% í Mbl. Lítið sést til rökstuðningi fyrir slíkum staðhæfingum og ekkert gert til að setja málflutninginn í samhengi við raunveruleikann. Til þess má rifja upp og skoða sögu veiðgjalda til þess.