Í umræðu um akstursgreiðslur til þingmanna hefur þeim rökum verið beitt að að ekki sé við neinn að sakast því greiðslur þessar séu í samræmi við reglur. Á það m.a. við um meint skattfrelsi þessara greiðslna því í lögum um um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað segir: Greiðsla þingfararkostnaðar skv. 6. og 7. gr. er framtalsskyld, … en ekki skattskyld. Þær lagagreinar sem vísað er til fjalla um þann kostnað sem verið hefur tanna á milli í umræðunni, húsnæðis- og dvalarkostnað og ferðakostnað. Þessi regla er frávik frá skattalögum.