Skrokkalda skrumskæld

Í Stundinni 21. maí sl. gerir blaðið pistil, Er Skrokkalda kjarabót?, sem ég birti á vef tímaritsins Herðubreið að umfjöllunarefni og mátti af henni ráða að ég væri að svara forsætisráðherra vegna tiltekinna ummæla hans. Hann var þó ekki nafngreindur í pistli mínum enda tilgangurinn að vekja athygli á viðhorfum og rök(leysum) en ekki á tilteknum persónum háum eða lágum.

Í grein Stundarinnar er einnig vakin athygli á að fjármálaráðherra fjalli um málflutning minn á fésbókarsíðu sinni. Er þakkarvert að leitast er við að andæfa honum með rökum og ekki síður fyrir það að ýmislegt sem dregið er fram styður ályktanir mínar. Bent er á að eignir Landsvirkjunar séu um 570 milljarðar króna og að arðgreiðslur stefni í að verða 10 til 20 milljarðar króna á ári. Þær verða þá á bilinu 1,8% til 3,5%. Það kemur heim og saman við það mat mitt að orkusalan skili “litlu ef nokkru meira en fjármagnskostnaði.” Þetta er lægri vextir en ríkið greiðir af lánsfé og lægri ávöxtun en t.d. það sem lífeyrirsjóðir telja viðunandi að ekki sé minnst á ávöxtun eiginfjár í atvinnurekstri almennt og ekki síst í hinum stóra auðlindageiranum, fiskveiðum. Tilvísun í skýrslu sem Samál keypti hjá Hagfræðistofnun breytir engu í þessu efni og efnistök hennar eru ekki til þess fallin að leggja mat á þjóðhagslegan ávinning af stóriðju.

Minni þökk kann ég fjármálaráðherra fyrir að afflytja efni pistils míns og gera mér upp skoðanir. Í einn stað segir hann mig halda því fram að þeir sem “vilja halda áfram að nýta sjálfbæra orku og gera úr henni verðmæti sýni veruleikafirringu og virðingarleysi fyrir rökum.” Það eru ekki mín orð. Í pistlinum kemur glöggt fram að orðum mínum var beint að fullyrðingum þess efnis að raforkusala til stóriðju skapi mikil verðmæti fyrir landsmenn og sé forsenda efnahagslegra framfara. Slíkt væri fjarri öllum veruleika og staðreyndum lítil virðing sýnd með þeim. Gagnrýni mín snýr því ekki að því að “nýta sjálfbæra orku” heldur því að allur arður af henni sé færður erlendum stóriðjufyrirtækjum á silfurfati.

Í annan stað gerir fjármálaráðherra mér upp þá afstöðu að ég vilji ekkert virkja og vilji bara láta vatnið “renna út í sjó.” Þá afstöðu hef ég þó aldrei látið í ljós í ræðu eða riti. Þvert á móti hef ég haldið því fram að orkukosti verði að meta með tilliti til allra þátta. Meta þurfi áhrif nýtingar á náttúru landsins og þann fórnarkostnað sem henni kann að fylgja en einnig þann hag sem af nýtingunni hlýst. Í því efni hef ég lagt áherslu á að meta eigi arðsemi nýtingar fyrir þjóðina og að auðlindaarðurinn sé ekki afhentur öðrum.

Tengill við: Er Skrokkalda kjarabót?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s