Andvana kanína

Í “útspili” ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga er greint frá fyrirhuguðum breytingum í skattamálum. Eins og búast mátti við var það venjuleg dúsa, þ.e. lækkun á tekjuskattsprósentu. Áhrif skattabreytinga eru margræð og oft önnur en látið í veðri vaka.

Í grein á vefsíðu minni með þessu nafni Andvana kanína er fjallað um þessar breytingar með þessum lokaorðum:

Undirrót óánægju í þjóðfélaginu er m.a. ójöfnuður í skiptingu eigna og tekna. Hlutur launatekna í landsframleiðslu hefur farið minnkandi síðustu ár. Hluti af þeirri þróun er sú staðreynd að vaxandi arði af auðlindum þjóðarinnar er beint fram hjá sameiginlegum sjóði landsmanna. Þetta er öllum ljóst. Stjórnvöld voru í þeirri stöðu að geta haft áhrif á gerð kjarasamninga með því að boða stefnubreytingu í þessu efni og ákveða aðgerðir á næstu misserum sem hefðu getað fært margfalt fleiri tugi milljarða í vasa ríkissjóðs og almennings en gert er með þeirri hungurlús sem nú er borin á borð. Með henni reyna stjórnvöld enn einu sinni að draga kanínu úr töfrahatti teboðsins en gæta þess ekki að hún er andvana.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s