Uppgjörið vegna Icesave

Uppgjörið vegna Icesave

 

Bretar og Hollendingar fengu 53,5 milljörðum meira frá LBI og TIFF en þeir greiddu innistæðueigendum

 

I Samandregnar niðurstöður

Greiðslur frá Íslandi í gjaldeyri vegna tryggðra innistæðna í útibúum LBI í Bretlandi og Hollandi voru um 53,5 milljarðar íslenskra króna umfram þann höfuðstól sem Bretar og Hollendingar yfirtóku.

Forgangskröfur voru að mestu leyti innistæður á sparireikningum útibúanna í Bretlandi og Hollandi í erlendum gjaldeyri. Alls voru þær 1.328 milljarðar krónur á gengi slitadags 22. apríl 2009. Búið greiddi kröfuhöfum þá fjárhæð af eignum sínum í erlendum gjaldeyri á hverjum tíma. Vegna hærra gengis íslensku krónunnar á greiðsludögum en á kröfudegi urðu greiðslur til kröfuhafa hærri en samþykktar kröfur þeirra í gjaldeyri höfðu verið og nam gengishagnaður þeirra og gengistap þrotabúsins um 55 milljörðum króna.

Hluti uppgjörsins voru þær innistæður á Icesave sparireikningum á fjórða hundruð þúsunda einstaklinga í Bretlandi og Hollandi, sem voru undir hámarki innistæðutrygginga á EES svæðinu og voru viðfangsefni Icesave deilunnar. Bretar leystu til sín tryggðar innistæður að fjárhæð 2.340 milljónir sterlingspunda og Hollendingar leystu til sín tryggðar innistæður fyrir 1.322 milljónir evra.

Slitabú LBI greiddi Bretum allar tryggðar innistæður sem þeir leystu til sín og 63 milljónir punda umfram höfuðstól þeirra. Hollendingum greiddi slitabúið allar tryggðar innistæður sem þeir leystu til sín og 156 milljón evrur umfram höfuðstól þeirra. Á gengi lokagreiðsludags voru greiðslur slitabúsins til Breta og Hollendinga samtals um 33 milljarðar króna umfram höfuðstólinn.

TIFF, íslenski innistæðutryggingasjóðurinn, greiddi Bretum um 68 milljón punda til viðbótar við greiðslur slitabúsins. Að greiðslum frá TIFF meðtöldum urðu greiðslur til Breta vegna tryggðu Icesave reikninganna 131 milljónum punda eða 24,7 milljörðum íslenskra króna hærri en höfuðstóll slíkra innistæðna sem þeir yfirtóku.

TIFF, íslenski innistæðutryggingasjóðurinn, greiddi Hollendingum um 46 milljón evra til viðbótar við greiðslur slitabúsins. Að greiðslum frá TIFF urðu greiðslur til Hollendinga vegna tryggðu Icesave reikninganna 203 milljónum evra eða 28,8 milljörðum íslenskra króna hærri en höfuðstóll slíkra innistæðna sem þeir yfirtóku.

Ein athugasemd á “Uppgjörið vegna Icesave

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s