Greinarstúfur um orðræðuna og sakleysið. Birtist í Kjarnanum 12. 4. 2016.
Kannske veldur kunnáttuskortur því að ég finn ekki gott íslenskt orð yfir þýska orðið “Verharmlosung” eða sagnorðið “verharmlosen”, sem það er dregið af. Merkingin er að láta eitthvað líta sakleysislega út þótt það sé það ekki í reynd. Það er gert á margvíslegan hátt t.d. með því að kalla hlutina sakleysislegum nöfnum, nota orð með óljósri merkingu, nota merkingarlausa orðaleppa, snúa út úr merkingu orða eða með öðrum orðhengilshætti. Í orrahríð síðustu daga má sjá margar tilraunir í þessa veru.
Algengasta dæmið er líklega orðskrípið “utanumhald” og orðasambandið “að halda utan um eiithvað.” Þannig lesum við að félög hafi verið stofnuð til að “halda utan um” peninga, sjóði, íbúðir eða fasteignir o.fl. Það kveikir mynd af góðlegri konu á sólríkri strönd með nokkra dollara í hendinni eða af húskarli að dytta að kofa eigandans. ………… frh. Verharmlosung