Af hverju að lækka ekki skatta?

 

 

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Í þann mund að við nokkrir félagar komum að sumarbústað í Borgarfirði í síðustu viku til þess að hefja spilamennsku vetrarins með hefðbundnum hætti fékk ég símtal frá mér ókunnum manni. Kristján kvaðst hann heita, föðurnafninu náði ég ekki. Eftir að hafa fullvissað sig um að hafa náð sambandi við fyrrverandi ríkisskattstjóra lagði hann fyrir mig spurningu: “Af hverju lýsir enginn stjórnmálamaður yfir því að það sé ekki hægt að lækka skatta?”

Ég átti von á rausi um varanleika skatta og þar sem ég hirði ekki um að svara möntrum hikaði ég við. Hann hélt þá áfram, sagðist lengi hafa fylgst með pólitík og þjóðfélagsþróun og hverjum manni ætti að vera ljóst að ekki væri hægt að lækka skatta á meðan fé vantaði til að halda uppi heilbrigðiskerfi og menntakerfi og velferð aldraðra og öryrkja væri í hættu. Samgöngukerfi landsins væri að grotna niður á sama tíma og álag á það eykst. Hann sagðist ekki geta ímyndað sér að nokkur stjórnmálamaður væri svo vitlaus að hann tryði því að á meðan svo er sé hægt að lækka skatta. Hann sagðist vilja sjá stjórnmálamenn stíga fram og viðurkenna þessa einföldu staðreynd og lýsa yfir því að þeir vilji breyta sköttum eins og til þarf til að byggja upp sómasamlegt samfélag.

Orð viðmælanda míns, sem rökstuddi mál sitt vel og ítarlegar en hér var rakið, bregður ljósi á hræsni og lýðskrum þeirra, sem nú boða lækkun skatta með annarri tungunni en lofa úrbótum og auknu fé á öllum sviðum með hinni. Við þurfum ekki loddara og fagurgala á Alþingi heldur raunsætt fólk sem veit að góð opinber þjónusta, velferð og uppbygging efnislegra og félagslegra innviða samfélagsins kostar mikið og veit einnig og er óhrætt við að segja það að skattar eru það verð sem við þurfum að greiða fyrir að lifa í siðuðu samfélagi.

Sem betur fer er landið ríkt og íslensk þjóð í færum til að greiða þetta verð ef auðlindir landsins eru nýttar í almannaþágu og samfélagslegum kostnaði er dreift á sanngjarnan hátt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s