Orðuskaup

Ef skrif leiðarahöfundar Fréttablaðsins 3. jan. 2020 um orðuveitingu ársins væru úr öðrum penna runnin hefði mátt ætla að þau væru kurteisleg ábending um að rökstuðningur orðunefndar með einni orðuveitingunni væri framlag hennar til áramótaskaupsins. Í honum virðist byggt á sögu orðuþegans í tímaritinu Þjóðmál um framgöngu sína sem liðsmanns svokallaðs Indefense hóps þar sem hann þakkar sér flest þau gæfuspor sem stigin hafa verið frá hruni til endurreisnar, lausn Icesave-málsins, skuldaúrlausn heimilanna, viðsnúning efnahagslífsins og að lokum stórgróða af hruninu. Sá eini sem eitthvað lagði að mörkum auk hans sjálfs hafi verið seðlabankastjóri kreppunnar, sem þvertekið hafi fyrir það, sem engum hafði reyndar hugkvæmst, að greiða skuldir óreiðumanna enda ljóst að þjóðin hafði nóg að gera með þær óreiðuskuldir sem gjaldþrota seðlabanki sat uppi með eftir aðgerðir og aðgerðaleysi hans. Reyndar sótti þessi orðuþegi það fast að verða einnig Seðlabankastjóri.

Í afrekaskránni er hins vegar litið fram hjá ýmsum atriðum, staðreyndum hnikað eða snúið við og nýr sannleikur búinn til. Ekki er minnst á að Icesave skuldin greiddist að fullu af þrotabúin rétt eins og allir samningar ráðgerðu og að Bretar og Hollendingar fengu um 54 milljarða í sinn hlut umfram það sem þeir höfðu lagt út og þar af 20 milljarða króna samkvæmt sérstökum samningi sem leiðtogi hans, Sigmundur Davíð, undirritaði. Þess er heldur ekki getið að “gróðinn” af stöðugleikaframlögum gömlu bankanna var einungis greiðsla á hluta af því tapi ríkissjóðs og samfélagsins sem þeir höfðu valdið og ekki fékkst bætt af þrotabúum þeirra. Leiðréttingin mikla var hvorki greidd af slitabúunum né olli þeim straumhvörfum í efnahagslífinuu sem fram er haldið. Hún var greidd af ríkissjóði, þ.e. skattgreiðendum, en rann fyrst og fremst til þeirra sem betur voru settir og fengu einnig sína “leiðréttingu” með hækkun fasteignaverðs. Viðsnúningur í efnahagslífinu hófst þegar á árinu 2010 en ekki eftir 2013 eins og látið er að liggja og þakkað dáðum orðuþegans. Fleiri villur af þessum toga mætti tiltaka.

Orðuþeginn er vel að upphefð sinni kominn og orðan hefði vart talist ámælisverð þótt hún hefði verið án þeirra fölsku fjaðra sem orðunefnd hengdi á hana. Hann gegnir trúnaðarstörfum fyrir sérhagsmunasamtök, sem jafnan hefur þótt lofsvert, og er að auki vel ættaður og hefur eflaust hlotið kristilegt uppeldi sem að öðru jöfnu er talin trygging fyrir sannleiksást og hógværð.

Ein athugasemd á “Orðuskaup

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s