Þjóðareign í orði eða á borði

Ekkifrétt vikunnar var að margboðað frumvarp um fiskveiðistjórnun yrði ekki lagt fram. Full eindrægni stjórnarflokkanna væri um að fiskveiðiauðlindin sé þjóðareign. Ekki sé heldur ágreiningur milli þeirra um að núverandi kvótahafar skuli stinga í vasann öllu arðinum af auðlindinni en skoðanamunur á því hversu vel falin sú niðurstaða verður.

Hvað þýðir orðið “þjóðareign” hjá þeim sem svona tala. Er þetta nokkuð annað en orðhengilsháttur? Hugtakið “þjóðareign” er orðið að gildishlöðnu en merkingarlausu lýðskrumstæki sem er vel til þess fallið að hylja það að hinn eiginlegi eignarréttur, þ.e. réttur til umráða, nýtingar og arðs er ekki hjá þjóðinni heldur hjá núverandi kvótahöfum.

Hvað skyldi bóndi sem leyft hefur byggingu sumarbústaða í landi sínu segja ef nokkrir eigendur sumarhúsa á landi segðu honum einn daginn að þeir hefði tekið sér nýtingarrétt yfir sumarbústaðalóðinni og reyndar hefðu þeir keypt bústaðina af flestum öðrum eigendum. Bóndi skyldi vel við una. Hann ætti jú landið og myndi fá brauðmola eftir grillveislur á sumrum enda sinni hann því hlutverki sínu dyggilega að girða af landið og verja það ágangi búfjár, ræsa fram mýrar, dreifa áburði á mela og planta skjólbelti umhverfis bústaðina.

Lagaákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum er innantómt hugtak ef því fylgja ekki ákvæði um rétt ríkisins til umráða og nýtingar á auðlindinni og tilkall ríkisins til þeirra tekna sem auðlindin skapar. Samstaða er í stjórnarflokkunum um innantóma þjóðareign á fiskveiðiauðlindinni og nýtingarrétt kvótakónga. Í frumvarpi um veiðigjöld verða brauðmolar bakaðir fyrir þjóðina.

Nánar er fjallað um þjóðareign á náttúruauðlindum hér:

https://indridith.wordpress.com/audlindir-og-storidja-2/sameign-thjodarinnar-a-natturuaudlindum-landsins/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s