Dyrhólaey og Gísli B. Björnsson

Dyrhólaey, móbergsstapi með dröngum úti fyrir, er glæsilegur útvörður landsins í suðri. Eyjan er vinsælt viðfang ljósmyndara hvort sem myndað er úr austri eða vestri og hefur verið fyrirsæta myndlistamanna. Mynd sem ég tók af Dyrhólaey úr Reynisfjöru á miðnætti 30 júní 2011 hef ég í nokkur ár notað sem kennimynd á vefsíðu minni sem og á fésbók minni https://www.facebook.com/inhauth.

Fyrir nokkrum vikum leit ég við á vinnustofu Gísla B. Björnssonar og sá þar lítið málverk sem hann hafði gert fyrir nokkrum árum af Dyrhólaey séðri úr Reynisfjöru. Ég get ekki neitað því að ég fylltist nokkru stolti yfir að hafa fest á filmu sömu sýn og mikill meistari forms og lita hafði hrifist af og túlkað á myndfleti sínum.

Hér að neðan má sjá ljósmynd mína og mynd af málverki Gísla B. og er ég ábyrgur fyrir ófullnægjandi litgæðum.

IMG_0335

p63012002.jpg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s