Kakan og kjörin A

Í tilefni af 1. maí og yfirstandandi kjaradeilum setti ég í greinasafnið á vefsíðu minni fyrri hluta greinar um villandi orðræðu um launamál, skiptingu þjóðartekna og misskiptingu auðs og tekna með þessum lokaorðum:

Til viðbótar við 50 – 70 milljarða króna aukna hlutdeild í skiptingu þjóðartekna hafi tekju- og eignahæstu hópar í þjóðfélaginu fengið ívilnanir hjá stjórnvöldum á síðustu árum sem hafa aukið ráðstöfunartekjur þeirra um varla minna en 40 – 50 milljarða króna. Aðrir í samfélaginu hafa þannig farið á mis við tekjur og tekið á sig auknar byrðar í formi lægri launa, hærri skattbyrði og lélegri samfélagsþjónustu en ella hefði verið. Það er ekki undrunarefni að ófriðlega horfi á vinnumarkaði. Sérhagsmunaöflin virðast staðföst í því að halda fengnum hlut og setja sig gegn breytingu sem rétt geta hlut almenings. Á vettvangi stjórnmálanna hefur verið slegið skjaldborg um þá sem fénýta auðlindir þjóðarinnar í eigin þágu og ívilnanir veittar hátekjuhópunum.

Grundvallarbreytinga er þörf
Það er ekki líklegt að þessari stöðu verði snúið til betri vegar við samningaborðið. Það þarf einnig meira til en hefðbundið krukk í tekjuskattskerfið eða kanínur úr töfrahatti húsnæðismálaráðherra. Það sem þarf eru pólitísk úrræði sem taka á undirliggjandi þróun til aukins ójafnaðar, stöðvar hana og gera það að verkum að almenningur í landinu fái notið þeirra verðmæta sem verða til hér á landi, beint í starfskjörum sínum eða með því að þau standi undir sameiginlegum útgjöldum.

Greinin er hér: Kakan og kjörin A

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s