Sala Arionbanka á hlutabréfum í Símanum vekur athygli og spurningu um hvort hún sé merki um endurkomu fjármálasukks fyrri ára þegar ráðamenn fjármálafyrirtækja notuðu aðstöðu sína til að moka fé í vasa sína og vildarvina sinna með ýmsum hætti. Gleymdir eru gjörningar sem leiddu til áfellisdóma enda almennt talið að græðgi slævi skjótt minni þeirra sem ráða ríkjum á fjármálamarkaði.
Vera má að eigendum Arionbanka þyki það góð fjárfesting að kaupa sér vild áhrifaaðila í íslensku viðskiptalífi því æ sér gjöf til gjalda. Af fréttum fjölmiðla má ráða að verðmæti gjafarinnar sé um 720 m.kr.
Það eru ekki bara vildarvinir Arions sem geta glaðst yfir góðri gjöf. Aumur ríkissjóður og fjárvana sveitarsjóðir mega eiga von á hressingu því ekki verður betur séð en að þessi gjöf, þ.e. mismunurinn á kaupverði og markaðsverði hlutabréfanna, sé tekjur hjá kaupendunum, sem skattleggja eigi sem almennar tekjur. Tekjuskattur af þeim reiknast væntanlega í flestum tilvikum eftir hæsta skattþrepi. Má því ætla að tekjur ríkis og sveitarfélaga af þessum gjöfum verði um 300 m.kr. Þær ættu að skila sér á næstunni því hinn örláti Arion skilar væntanlega staðgreiðslu af gjöfum sínum við fyrsta tækifæri eins og lög gera ráð fyrir.
- Home
- Um höfund
- Blogg og smápistlar
- Auðlindir
- Auðlindarenta. Erindi á Málfundi Pírata um umhverfismál 14. janúar 2016.
- Arður af náttúruauðlindum, hver nýtur hans? (Glærur)
- Arður af náttúruauðlindum, hver nýtur hans? Unnið eftir erindi á málþingi um auðlindir Íslands 11. apríl 2015.
- Auðlindir og arður
- Sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum landsins
- Álver og sjávarútvegur
- Auðlindir, fiskveiðar
- Efnahagsmál, almennt
- Uppgjörið vegna Icesave
- Andvana kanína
- Kakan og kjörin A
- Kakan og kjörin B
- Leiðin út úr kreppunni og hækkun skatta
- Íspistlar (Icesave)
- Uppgjörið vegna Icesave
- Útrás og innrás. Efnahagsleg og skattaleg áhrif
- Efnahagsleg áhrif erlendra stóriðju á Íslandi
- Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum Hvert rennur hagnaður þeirra og skattar?
- Eignarhald á kauphallarfélögum
- Er stóriðja leið út úr kreppunni?
- Island und die Krise. Ursachen, Folgen und Aussichten
- Skattar
- Skattapólitík 1993 til 2015
- “Úttekt á íslensku skattkerfi” – tillögur verkefnisstjórnar um skatta –
- Ársreikningar Panama-félaga
- Þunn eiginfjármögnun – eða þagað þunnu hljóði í 12 ár-
- Skattaskjól og aflandssvæði
- Skattapólitík og jöfnuður (glærur)
- Skattrannsóknir, grið og glæpahagfræði
- Flækjur, jaðarskattar og vinnuhvöt
- Skattapólitík. Er skattkerfið sanngjarnt og hvernig nýtast ívilnanir þess?
- Ferðamál
- Er þetta fiskveiðiauðlind þjóðarinnar?
- Óharmonísk kjaradeila
- Ferðasaga
- Melgras í Vonarskarði
- Ár veirunnar og áratugur g(l)eymdra verkefna