Magnús Júlíusson, kynntur sem verkfræðingur og fyrrverandi formaður SUS, sendir mér kveðju góða í vefritinu Stundin fyrr í dag. Ég verð að ætla að hann hafi skrifað þetta af bestu samviskusemi en honum hefur samt tekist að fara með rangt mál í nokkum atriðum og sýnt takmarkaðan skilningi eða þekkingu í öðrum. Leyfi ég mér því að koma á framfæri nokkrum ábendingum til hans með grein að nafni Af jarðálfum og öðrum álfum. Ég vona að ég hafi ekki með þessum sakleysislegu ábendingum raskað ró Magnúsar eða trufli hann frá ástundun bókmennta. Ég hef tekið eftir því af umgengni minni við 3ja ára dótturson minn að undanförnu að lestur bóka sem hæfir þroska hans er mikilvægur aflgjafi framfara í hugsunar og rökvísi.