Kynnt hafa verið viðbrögð ríkisstjórnarinnar við óskum verkalýðshreyfingarinnar um réttlátara skattkerfi. Enginn átti von á að orðið yrði að fullu við óskum hreyfingarinnar en fáir hafa líklega gert ráð fyrir jafn snautlegu svari og raun varð á. Það dapurlegasta er að stjórnvöld virðist hafa misskilið óskir verkalýðshreyfingarinnar. Hún var ekki að biðja um ölmusu, uppbót á það sem falla kann af samningsborðinu, heldur endurdreifingu kostnaðarins af því að reka hér sæmilega siðað samfélag, óskir um skattkerfi sem byggt yrði á sanngirni og réttlæti.
sjá hér:
https://indridih.com/skattar-almennt/skattapolitik-og-kjarasamningar/