Indriði H. Þorláksson

Forsíða » Færsla merkt 'Hrun'

Greinasafn fyrir merki: Hrun

Auðlegð í skattaskjólum

Tvennt veldur því að grein um eignarhald á íslenskum fyrirtækjum og flutning á fé frá Íslandi til útlanda aðallega skattaparadísa, sem ég birti á blogg.is snemma árs 2008 kemur nú upp í hugann. Hið fyrra er að í viðtali Egils Helgasonar við Stefán Ólafsson prófessor kom fram hjá þeim síðarnefnda að ein rökin fyrir auðlegðarskatti séu að með honum nái samfélagið til sín einhverjum hluta af þeim gróða hjá einstaklingum sem varð til við eignatilfærslur á bóluárunum og í hruninu. Þetta sjónarmið hefur áður komið fram og á fullan rétt á sér.

Síðara atriðið sem minnir mig á þessa gömlu grein eru fréttir um ómöguleikan á kaupum á upplýsingum um eignir íslendinga í erlendum skattaskjólum. Hvaða eignir ætli sé um að ræða? (meira…)