Tvennt veldur því að grein um eignarhald á íslenskum fyrirtækjum og flutning á fé frá Íslandi til útlanda aðallega skattaparadísa, sem ég birti á blogg.is snemma árs 2008 kemur nú upp í hugann. Hið fyrra er að í viðtali Egils Helgasonar við Stefán Ólafsson prófessor kom fram hjá þeim síðarnefnda að ein rökin fyrir auðlegðarskatti séu að með honum nái samfélagið til sín einhverjum hluta af þeim gróða hjá einstaklingum sem varð til við eignatilfærslur á bóluárunum og í hruninu. Þetta sjónarmið hefur áður komið fram og á fullan rétt á sér.
Síðara atriðið sem minnir mig á þessa gömlu grein eru fréttir um ómöguleikan á kaupum á upplýsingum um eignir íslendinga í erlendum skattaskjólum. Hvaða eignir ætli sé um að ræða?
Að stofna fyrirtæki erlendis og að fela því eignarhald á íslenskum félögum opnar leið til að flytja fé skattfrjálst eða lítið skattað úr landi hvort sem var með arðgreiðslum eða með sölu á eignarhlutum og endurfjárfestingu í erlendu félagi. Mikill (froðu)gróði var í íslenskum fyrirtækjum einkum fjármálafyrirtækjum á árunum fyrir hrun, arðgreiðslur gífurlegar og hlutabréfavelta lífleg. Hvað varð um þennan arð og söluhagnaðinn? Ekki fannst hann í gjaldþrota fjármálastofnunum og eignarhaldsfélögum. Þennan kafla hrunsögunnar vantar og þær skýringar sem hann gæti gefið á þeim atburðum sem hér urðu í hruninu og reyndar eftir það líka.
Upplýsingar um eign íslendinga í skattaskjólum eru mikilvægar ekki bara vegna hugsanlegra skatttekna og jafnræðis fyrir lögum heldur einnig til að upplýsa almenning um hvað raunverulega fór fram í aðdraganda hrunsins og ekki síst til að læra af því. Þær skattareglur sem að framan greinir eru enn í gildi og fjárflutningar sem þessir gætu verið hafnir á ný ef ekki væru gjaldeyrishöft.
Ágrip af framangreindri grein er að finna á vefsíðu þessari https://indridith.wordpress.com/skattar/skattar-almennt/eignarhald-a-islenskum-fyrirtaekjum-hvert-rennur-hagnadur-theirra-og-skattar-agrip/ og þar er hægt að sækja greinina í heild á pdf skjali Eignarhald á íslenskum fyrirtækjum
Það velta því fyrir sér einnig hverjir hinir raunverulegu eigendur íslenskra útgerða eins og Samherja sem starfar á alþjóðlegum markaði og veiðir í lögsögum ýmissa landa.
Til að skoða þetta, er það ekki bara raunveruleg verðmæti útgerðanna, hlutabréfin ef útgerðin er hlutafélag sem koma til greina í slíku mati. Heldur einnig skuldir og skuldbindingar slíkra fyrirtækja.
Ekki er ósennilegt að slík fyrirtæki skuldi ákveðnum aðilum það mikið að slíkur lánadrottinn er þá í raun kominn með eignarhlut í slíku fyrirtæki ef veðin fyrir lánunum séu það trygg.
Einnig getur verið að útgerðin þurfi ekki að greiða upp slík lán heldur greiði það veglega vexti að jafnast á við ríflegan arð af sambærilegum eignarhlut og eða aðrar kvaði fylgja eins að landa afla til ákveðinna fyrirtækja erlendis á fyrirfram a´kveðnum verðum.
Það eru auðvitað margar leiðir til að fela slíka eignarhluti
Líkar viðLíkar við
Leiðrétting á fyrri texta:
Nú fer fram mikil umræða um stórar eignir fjölda fólks í skattskjólum víða í skúmaskotum heimsins. Þá má auðvitað rifja það upp að ákveðnir stjórn-málamenn vildu byggja upp slíka starfsemi á Íslandi.
Svona fjármálamiðstöð eins og það var kallað í sunnudagsumræðunni.
Í svona umræðu er núverandi fjármálaráðherra er sífellt að komast í vanda vegna sinnar fortíðar og ættartengsla.
Því er það ekki fráleitt að velta því fyrir sér svona í leiðinni einnig hverjir hinir raunverulegu eigendur íslenskra útgerða eru, eins og Samherja sem starfar á alþjóðlegum markaði og veiðir í lögsögum ýmissa landa.
Til að skoða þetta, er það ekki bara raunveruleg verðmæti útgerðanna, hlutabréfin ef útgerðin er hlutafélag sem koma til greina í slíku mati. Heldur einnig skuldir og skuldbindingar slíkra fyrirtækja.
Ekki er ósennilegt að slík fyrirtæki skuldi ákveðnum aðilum það mikið að slíkur lánadrottinn er þá í raun kominn með eignarhlut í slíku fyrirtæki ef veðin fyrir lánunum séu það trygg.
Einnig getur verið að útgerðin þurfi ekki að greiða upp slík lán heldur greiði það veglega vexti að jafnast á við ríflegan arð af sambærilegum eignarhlut og eða aðrar kvaði fylgja eins að landa afla til ákveðinna fyrirtækja erlendis á fyrirfram ákveðnum verðum.
Það eru auðvitað margar leiðir til að fela slíka eignarhluti
Líkar viðLíkar við
Frá: Jóhann Gunnar Ásgrímsson
Sæll Indriði
Ég var að lesa blogg-færsluna þína um „Auðlegð í skattaskjólum“. Þakka þér fyrir það ágæta innlegg. Þar segir þú m.a.:
„… Ekki fannst hann [söluhagnaðurinn og arðurinn sem gjarnan var fenginn að láni] í gjaldþrota fjármálastofnunum og eignarhaldsfélögum. Þennan kafla hrunsögunnar vantar og þær skýringar sem hann gæti gefið á þeim atburðum sem hér urðu í hruninu og reyndar eftir það líka. …“
Hér ert þú að segja það sem ég vildi að kannað yrði strax í upphafi, en aldrei var gert og er enn eftir að gera. Mig rennur sterklega í grun um að hér hafi menn af ásetning dregið sér fé sem alfarið á uppruna sinn í skipulögðum reikningsskila- og fjármálagerningum, en er ekki upprunnið vegna verðmætasköpunar úr framleiðslu eða í raunverulegum og löglegum viðskiptum.
M.ö.o. valdamiklir einstaklingar [NB! fólk af holdi og blóði, en ekki einhverjir lögaðilar sem enginn ber ábyrgð á] misnotuðu bankakerfið [og þar með íslenska gjaldmiðilinn] til komast yfir verðmæti annarra þjóðfélagsþegna. Það er að mínu mati hreint og klárt fjármálamisferli. Þetta skilja lögfræðingar ekki, eða þykjast ekki skilja það, heldur reyna að finna lögskýringar á atburðarás án þess að byrja á því að draga upp mynd af því sem raunverulega gerðist. Það er ekki spurt: Hvað gerðist? Hafði einhver ávinning af því? Hvers vegna var það hægt?
Auðvitað hentar það „fjármagnseigendunum“ að mál séu þvæld með þessum hætti. Þannig komast þeir upp með að komast yfir verðmæti annarra. Ég læt staðar numið hér, en á samt margt eftir ósagt.
Þakka þér aftur fyrir góðan pistil!
Með kveðju
Jóhann Gunnar Ásgrímsson
Líkar viðLíkar við