Blaðurspói og bullustelkur

Setti á heimasíðuna stuttan pistil um blaðurspóa og bullustelki: Blaðurspói og bullustelkur

„Oft er reynt að ljá röngum staðhæfingum trúverðugleika með því að bera þær fram undir virtu nafni. Dæmi þess má finna í dálki í Viðskiptablaðinu 19. sept. sl. þar sem reynt er að koma höggi á formann Samfylkingarinnar með fölskum staðhæfingum, sem settar eru fram undir dulnefni……………..

Hrafnarnir fornu, Huginn og Muninn, eru einkennisfuglar Menntaskólans á Akureyri, nafngjafar skólafélagsins og skólablaðsins. Flugu þeir um heim allan og upplýstu Óðinn um hvaðeina, sem gerðist. Mun Óðinn trauðla hafa sætt sig við bull og blaður úr goggi þeirra. Sem fyrrum nemandi MA misbýður mér notkun Viðskiptablaðsins á nöfnum þessara heiðursfugla fyrir feluskrif og falsfréttir og leyfi mér að benda blaðinu á að nota í staðinn fuglanöfn við hæfi svo sem blaðurspói og bullustelkur.

PS. Sjánlega ofbýður fleirum en mér meðferð fugla þessara á staðreyndum, sbr. grein Gamalíels Sveinssonar í Viðskiptablaðinu 28. 9. 2017.“  http://www.vb.is/skodun/er-landsframleidslan-oll-tom-vitleysa/141678/

 

 

Ein athugasemd á “Blaðurspói og bullustelkur

  1. Svo segja þeir á meðan þeir ranghvolfa í sér augunum, þegar búið er að góma þá fyrir ósannsögli eða rangar upplýsingar.: „ En, staðreyndin er hinsvegar sú“ Annað er ekki hægt að hafa eftir því það er bara bull.

    Líkar við

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s